Landnámshænur í garðinum
Þriðjudagur, 30. Mars 2010 08:19
landnamshaena


Undir lok áttunda áratugarins stefndi í að íslenska landnámshænan dæi út ef ekkert yrði að gert. Júlíus Már Baldursson sá í hvað stefndi og ákvað að reyna að bjarga stofninum frá útrýmingarhættu. Á Tjörn á Vatsnesi setti hann á laggirnar landnámshænsnabú og undanfarin ár var hann þar með um 200 hænur. Þetta bú brann til kaldra kola nú um helgina og allar hænurnar drápust.


Þrátt fyrir að þarna sé stórt skarð hoggið í landnámshænsnastofninn þá er töluvert af landnámshænum til á Íslandi. Vinsældir hænunnar hafa aukist á unandförnum árum og það hefur færst í vöxt að fólk sé með landnámshænur í þéttbýli enda segja þeir sem til þekkja að hænan sé skemmtilegt húsdýr og svo eru egginn sérstaklega góð. Hádegisútvarpið heimsótti hjónin Pál Þór Guðmundsson og Helgu Vilhjálmsdóttur á Húsavík sem eru með 11 landnámshænur í garðinum.

Hægt er að hlusta á viðtal við Pál og Helgu á vef Hádegisútvarpsins

 

Heimild: ruv.is